21.02.1957
Neðri deild: 58. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 980 í B-deild Alþingistíðinda. (982)

105. mál, lækkun tekjuskatts af lágtekjum

Björn Ólafsson:

Herra forseti. Ég verð að segja, að það er mjög ánægjulegt að sjá afgreiðslu á frv. frá hv. n., því að það er nú sjaldgæft að sjá örar afgreiðslur, bæði frá þessari n. og öðrum, en þó held ég, að hv. fjhn. hafi sýnt einna minnsta röggsemi í afgreiðslu þeirra mála, sem visað hefur verið til nefndarinnar. Það eru óafgreidd hjá nefndinni hvorki meira né minna en 11 mál, sem var vísað til hennar fyrir áramót. Það kann vel að vera, að hv. n. hafi mikið að starfa, en mér finnst þessi afgreiðsla vera heldur léleg, og mér finnst, að ekki væri til of mikils mælzt, að hv. n. afgreiddi mál, sem fyrir liggja, á eitthvað styttri tíma en 3–4 mánuðum. Ég vildi því gjarnan beina því til hæstv. forseta, að hann hlutaðist til um, að n. færi að afgreiða þau mál, sem hafa legið hjá henni þegar í nokkra mánuði.