28.02.1957
Efri deild: 62. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 981 í B-deild Alþingistíðinda. (989)

105. mál, lækkun tekjuskatts af lágtekjum

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Þegar gengið var frá frv. um útflutningssjóð og öðrum ráðstöfunum í efnahagsmálum í því samhandi nú fyrir jólin í vetur, ákvað ríkisstj. að beita sér fyrir nokkurri lækkun á tekjuskatti af lægri tekjum og hafði um það samráð við stuðningsflokka sína á hv. Alþingi.

Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er till. ríkisstj. í þessu máli, sem hefur nú hlotið samþykki hv. Nd. Ég sé ekki ástæðu til að rekja einstök atriði frv., þar sem það er mjög ljóst og einfalt, en legg til, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari 1. umr.