18.12.1957
Efri deild: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1391 í B-deild Alþingistíðinda. (1118)

84. mál, skemmtanaskattsviðauki

Frsm. (Sigurvin Einarsson):

Herra forseti. Með þessu frv. er lagt til, að heimilt skuli að innheimta álag á skemmtanaskatt, eins og hefur verið gert í mjög mörg undanfarin ár. Þetta álag hefur numið 200% af kvikmyndasýningum og 20% af öðrum skemmtunum. En leiksýningar, hljómleikar og söngskemmtanir innlendra manna eru undanþegnar álaginu og svo sýningar á íslenzkum kvikmyndum.

Menntmn. hefur athugað þetta frv. á fundi sínum í gær og leggur einróma til, að það verði samþ. óbreytt.