06.03.1958
Efri deild: 62. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1426 í B-deild Alþingistíðinda. (1211)

144. mál, löggilding verslunarstaðar að Skriðulandi

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Það vill til, að það kostar ekki mikinn undirbúning að flytja framsögu í þessu máli, þar sem fundur er boðaður með svo skömmum fyrirvara, en ég er í sjálfu sér þakklátur hæstv. forseta fyrir það, að hann vill greiða fyrir sem skjótustum framgangi þessa máls hér í deildinni.

Það er skemmst af að segja, að allshn. hefur fjallað um þetta frv. og orðið sammála um að leggja til, að það verði samþykkt. Einn nm., hv. 1. þm. N–M., var þó fjarverandi, þegar málið var afgreitt, en frá honum hefur ekkert heyrzt um, að hann hafi nokkuð við frv. að athuga, og reikna ég með því, að hann sé því samþykkur að öllu leyti.

Ég hef svo ekki fleiri orð um þetta, en vonast til þess, að frv. þetta nái samþykki Alþingis sem fyrst.