24.02.1958
Neðri deild: 55. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1475 í B-deild Alþingistíðinda. (1282)

18. mál, umferðarlög

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Í áliti allshn, á þskj, 253 er þess getið, að í nefndinni hafi komið fram brtt. frá einstökum nefndarmönnum, sem ekki hafi hlotið afgreiðslu sem till. nefndarinnar. Þó að þetta væri svo, þá var það ekki talin ástæða til þess að kljúfa nefndina, heldur skrifar hún öll undir nál., eins og hv. frsm. tók fram. En nú hafa komið fram hér í hv. d. að minnsta kosti sumar þessara till., sem fram komu í n., en ekki hlutu afgreiðslu sem tillögur hennar. Einni þessara till. gerði hv. frsm. grein fyrir, en það er till. á þskj. 254, sem flutt er af 3 nm., hv. frsm., hv. 6, landsk. þm. og mér. En auk þess höfum við hv. 6. landsk. leyft okkur að flytja þrjár brtt. á þskj, 255.

Ég vil fyrst geta þess, áður en ég mæli fyrir þessum till. á þskj. 255, að við flm. þeirra till. viljum mæla með og erum fylgjandi 2. brtt., f-lið, í till. hv. þm. V-Húnv. á þskj. 216, þar sem kveðið er á um það, hversu með skuli fara, ef ökumaður hverfur af vettvangi eftir að hafa átt hlut að umferðarslysi og næst skömmu síðar með áfengisáhrifum. Við erum þessari till. fylgjandi og mælum með henni, en hún var komin fram í till. hv. þm. V-Húnv., áður en við fluttum okkar till. á þskj. 255.

1. till., sem við hv. 6. landsk. þm. flytjum á þskj. 255, er við 25. gr. frv. og fjallar um breytingar á 3. og 4, málsgr. þeirrar greinar. Eins og tekið hefur verið fram áður hér í umr., þá hefur í þessu frv. verið tekin upp sú regla að kveða á um, að tiltekið vínandamagn í blóði ökumanns, sem fram kemur við rannsókn, skuli teljast sönnun fyrir því, að hann, eins og segir í 3. málsgr., „geti ekki stjórnað tækinu örugglega“, eða eins og segir í 4. málsgr., „teljist óhæfur til að stjórna ökutæki“. En hins vegar miðast refsingar samkvæmt 81. gr. við það, hvort ökumaðurinn telst óhæfur til þess.

Þetta er nýtt, að taka þannig upp í lögin ákvæði varðandi þessar blóðrannsóknir um það, hvaða vínandamagn í blóði skuli teljast sönnun fyrir vissri óhæfni til þess að stjórna ökutæki.

Við höfum ekki viljað hreyfa við þessari nýju reglu. En við höfum talið, að jafnframt eigi að vera í gildi önnur regla, sams konar eða svipuð og er í gildandi lögum, almenn regla um það, að sá maður teljist ekki geta stjórnað ökutæki örugglega, sem sé undir áhrifum áfengis, þótt vinandamagn í blóði hans sé minna.

Þetta felst m.a. í a-lið 1. brtt. okkar við 25. gr. Reglurnar eru þá báðar í gildi jafnhliða, Við teljum ekki ástæðu til annars, og frá sjónarmiði lögfræðinga eða dómara mun ekki vera neitt athugavert við það. Við höfum borið það undir lögfróða menn, og þeir telja þetta fullkomlega geta staðizt.

Í öðru lagi leggjum við til í þessari brtt., að ákvæðum um vinandamagnið verði nokkuð breytt, og er þetta í samræmi við till., sem kom fram í hv. Ed., en náði þar ekki samþykki að sinni.

Í frv., eins og það er nú, stendur, að ef vinandamagn í blóði manns er 0.6%0 til 1.3%0, teljist hann ekki geta stjórnað tækinu örugglega.

Nú segir svo í áliti umferðarlaganefndarinnar, sem undirbjó þetta frv., á bls. 30, með leyfi hæstv. forseta: „Samkvæmt vísindalegum rannsóknum og raunhæfum prófum hefur reynslan orðið sú, að 0.5%0 vinandamagn í blóði skerði hæfni allflestra manna svo, að varhugavert megi telja, að þeir aki bifreið eða vélknúnum ökutækjum yfirleitt.“

Með tilliti til þessara ummæla frá umferðarlaganefndinni sjálfri sýnist okkur einsætt að setja lægra markið við 0.5%0 í stað 0.6%0, en talan í frv., sem er samkvæmt till. umferðarlaganefndarinnar, mun vera þannig til komin, að umferðarlaganefndin hefur tekið eins konar meðaltal af reglum, sem um þetta gilda annars staðar og einkum á Norðurlöndum.

Við sjáum ekki ástæðu til þess að miða ákvæðin við þetta meðaltal, heldur við vísindalegar niðurstöður. Brtt. við b-lið, 1.2%0 í staðinn fyrir 1.3%0, má teljast vera í samræmi við það, sem í a-liðnum stendur.

Næsta brtt. okkar hv. 6. landsk er við 47. gr. frv. og er í tveim stafliðum, a og b, en báðir stafliðirnir eiga við 4. mgr. 47. gr. Í þessari mgr. er um það rætt, þegar ökumaður bifreiðar eða ökutækis vill fara fram fyrir annað ökutæki, sem er á ferð, sem er nú mjög algengt fyrirbrigði. Eins og gr. er nú orðuð, er kveðið svo á, að sá, sem ætlar að fara fram hjá bifreið á ferð, skuli gefa merki, „ef ástæða er til“.

Það eru þessi orð: „ef ástæða er til“ — sem við viljum fella niður og gera það að almennri reglu, að sá, sem ætlar að fara fram úr bifreið, verði að gefa merki. Hitt er svo það, að í mgr. er nú kveðið á um, að bifreiðin, sem á undan er, eigi að draga úr hraða, „ef nauðsynlegt er“. En það eru þessi orð: „ef nauðsynlegt er“, sem við einnig viljum fella niður úr mgr., þannig að það verði almenn regla, að bifreiðin, sem á undan er, dragi úr hraða, þegar gefið er merki um, að önnur bifreið ætli að fara fram hjá henni.

Ég þarf ekki að skýra þetta nánar. Þetta er svo algengt fyrirbrigði í umferðinni. En í þeim umsögnum, sem allshn. fékk um frv., voru a.m.k. í einhverjum þeirra till. í þessa átt.

Þá er loks brtt. við 50. gr., en sú grein fjallar m.a. um hámarkshraða bifreiða. Í gildandi lögum eru ákvæðin, eins og kunnugt er, þau um hámarkshraða, að í þéttbýli má eigi aka hraðar en 30 km á klst., en utan þéttbýlis eigi hraðar en 60 km á klst. Nú er um það að ræða að breyta þessum ákvæðum og auka hámarkshraðann. Í frv., eins og það er nú, er lagt til, að hámarkshraðinn utan þéttbýlis verði 70 km, en innan þéttbýlis 45 km. Við höfum ekki gert brtt. um hámarkshraðann utan þéttbýlis, en við leggjum til, að hámarkshraðinn í þéttbýli verði lækkaður þannig, að samræmi verði í breytingunni. Hámarkshraði í þéttbýli er í gildandi lögum helmingur af hámarkshraða utan þéttbýlis. Við leggjum til, að þau hlutföll verði látin haldast og talan 45 lækkuð niður í 35.