15.04.1958
Efri deild: 78. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1518 í B-deild Alþingistíðinda. (1323)

18. mál, umferðarlög

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Hér er um að ræða mikinn lagabálk og þýðingarmikinn, umferðarlögin. Um frv. hafa orðið miklar umræður í Nd. og gerðar margar allverulegar breytingar á frv. Frv. var afgreitt við 3. umr. í gær frá Nd., og dm. hér hafa ekki séð frv., eins og það lítur út nú, fyrr en á þessum fundi. Auk þess ber allshn, fram skriflegar brtt. Ég tel, að það sé alveg ógerningur að ganga til atkv. um svona stórmál, án þess að þm. hafi gefizt kostur á að athuga það nánar og bera saman þær breytingar, sem hv. Nd. hefur gert, og enn fremur þær breytingar, sem allshn, leggur til. Ég hefði talið eðlilegast, að allshn. hefði sjálf óskað eftir því, að málið yrði ekki afgreitt á þessum fundi, þar sem svo skammur tími og enginn möguleiki fyrir þm. til að átta sig á málinu hefur unnizt. En ef allshn. gerir það ekki, þá vil ég eindregið mælast til þess, að afgreiðslu málsins sé frestað nú.