17.03.1958
Neðri deild: 67. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1526 í B-deild Alþingistíðinda. (1357)

95. mál, sala jarða í opinberri eigu

Frsm. (Ágúst Þorvaldsson):

Herra forseti. Þegar ég var beðinn að flytja þetta mál hér í vetur af hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps, þá voru ekki færðar fram aðrar ástæður fyrir því, að málið væri flutt, heldur en þær, sem koma fram í grg. frv.

Það er rétt, að í landi þessara jarða, eins og hv. 1. þm. Reykv. tók fram, er sandtaka töluverð og enda vikur, sem rekur á fjörur þarna úr Ölfusárósum, og það er rétt, eins og hann segir, að hingað til Reykjavíkur hefur verið flutt allmikið af sandi frá Eyrarbakka á undanförnum árum.

Það getur vei verið, að einhverjar deilur hafi verið um þessa flutninga. Ég hef nú bara ekki fylgzt með því, en ég hef ekki orðið var við, að það væri neitt sett í samband við þetta mál, að hugmyndin væri að breyta til um flutningana eða hætta að selja öðrum mönnum sandinn heldur en Eyrbekkingum, sem þá flyttu hann hingað.

Mér þykir í raun og veru gott, úr því að eitthvert umtal hefur verið um þetta, að þessa var hér getið, því að mér þykir það rétt, sem hv. 1. þm. Reykv. sagði, að þetta verði athugað, og þess vegna get ég vel fallizt á það, að t.d. þetta yrði athugað í landbn. fyrir 3. umr. Fyrir mína parta get ég fallizt á það. Annað hef ég svo ekkí um þetta að segja.