21.04.1958
Efri deild: 82. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1540 í B-deild Alþingistíðinda. (1384)

177. mál, eignarnámsheimild fyrir Hvammstangahrepp

Frsm. (Karl Kristjánsson):

Herra forseti. Það er aðeins út af fyrri bendingunni, sem hv. 1. þm. N-M. (PZ) flutti hér, að ég vildi gefa þá upplýsingu, að ég átti um málið tal við landnámsstjóra og hann sagðist ekkert hafa við það að athuga, þó að slík lög sem þessi væru sett. Að því er snertir hitt atriðið að leita til skipulagsstjórans upplýsinga um það, hvort hann telur, að þarna þurfi einhverja gangskör frekari að, að gera, þá er ég fús til að hafa tal af honum sem frsm, þessa máls.