16.05.1958
Efri deild: 99. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1547 í B-deild Alþingistíðinda. (1429)

189. mál, bráðabirgðastöðvun á tollafgreiðslu

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það er nú augljóst, að frv. til l. um útflutningssjóð o.fl. getur ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu fyrir helgi, þar sem 1. umr. er ekki enn þá lokið í hv. Nd. Þykir því nauðsyn bera til að framlengja þú stöðvun á tollafgreiðslu, sem ákveðin var með sérstökum lögum nú fyrir skemmstu, og hefur ríkisstj. haft samband við forustu stjórnarandstöðunnar og orðið samkomulag um að greiða fyrir því, að frv. það, sem hér liggur fyrir, geti orðið samþ. og gert að lögum nú í kvöld. En frv. er um það, eins og hv. þm. hafa veitt athygli, að heimila ríkisstj. að stöðva tollafgreiðslu á vörum, þangað til frv. um útflutningssjóð o.fl. hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu á Alþingi.

Það þykir hagkvæmt að afgreiða þetta mál í kvöld, til þess að ekki þurfi þá að gera ráð fyrir fundum í deildum á morgun og menn geti þá snúið sér að því að vinna að útflutningssjóðsfrv. í fjhn. Nd., sem hefur samvinnu við fjhn. þessarar d., eins og kunnugt er.

Af þessum ástæðum vil ég fara fram á það, að hæstv. forseti og hv. dm. vildu taka þetta mál til fullnaðarafgreiðslu nú í kvöld.