28.03.1958
Neðri deild: 75. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1549 í B-deild Alþingistíðinda. (1446)

160. mál, afstaða til óskilgetinna barna

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Hv. frsm. allshn. gat þess nú áðan við 2. umr. málsins, sem rétt er, að menn gætu borið fram brtt., ef þeim þætti þurfa.

Hins vegar hefur mér ekki gefizt tími til að athuga það mál vegna þess, hve skammt er liðið síðan 2. umr. lauk, en vildi gjarnan fá tækifæri til að athuga, hvort mér þætti ástæða til að bera fram brtt., og vildi því fara fram á við hæstv. forseta, að meðferð málsins yrði frestað nú, en ekki lokið á þessum fundi.