02.05.1958
Neðri deild: 86. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1568 í B-deild Alþingistíðinda. (1483)

162. mál, útflutningur hrossa

Forseti (EOl):

Forseti hefur haft þetta mál á dagskrá nokkrum sinnum undanfarið og þá tekið það út eftir ósk hv. þm. Dal. Það er að vísu ekki á valdi forseta að tryggja, að hæstv. ráðh. séu viðstaddir til að svara fyrirspurnum, en ég mun verða við þeirri ósk að fresta þessu máli, taka það út nú, setja það á dagskrá á næsta fundi og gefa þar með hæstv. forsrh. kost á að vera á þeim fundi, en ljúka umr. og atkvgr, um málið á þeim fundi. Málið hefur þegar nokkuð tafizt. Umr. er því frestað og málið tekið út af dagskrá.