14.12.1957
Efri deild: 39. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í B-deild Alþingistíðinda. (149)

35. mál, útsvör

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Ég held, að það sé óþarfi að vera með neinar bollaleggingar um þetta atriði, það er svo ótvírætt í þingsköpum. Í 32. gr. þingskapa segir svo, með leyfi hæstv. forseta: „Brtt. um atriði, sem búið er að fella í deild, má eigi bera upp aftur í sömu deild á sama þingi, en heimilt er að bera hana upp í hinni deildinni og Sþ., ef tækifæri eru til þess.“ Þetta er svo ótvírætt, að mig undrar það, að hæstv. forseti skuli vera í vafa um, hvort slík till. komi til atkv. eða ekki; það er svo fráleitt. Ég krefst þess, að forseti úrskurði brtt. frá.