14.12.1957
Efri deild: 39. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í B-deild Alþingistíðinda. (150)

35. mál, útsvör

Forseti (BSt):

Ég er hræddur um, að hv. þm. hafi misskilið þetta. Hann vitnaði hér rétt í þingskapagr., 32. gr.: „Brtt. um atriði, sem búið er að fella í deild, má ekki bera upp aftur í sömu deild á sama þingi.“ Þetta ákvæði hefur ekki verið fellt hér í deildinni, heldur hefur verið annað ákvæði samþ. í staðinn fyrir það. Hv. þm. Vestm. hafði kvatt sér hljóðs, var það um þingsköp? (JJós: Það var um þingsköp, já.) En ég óska þess, að flm. breyti tölunni. Hann getur haft það litið. Ég kann ekki við þetta, ég tel það ekki ólöglegt, en ég kann ekki við það.