14.12.1957
Efri deild: 39. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í B-deild Alþingistíðinda. (152)

35. mál, útsvör

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég var búinn að búa til till. með 3.5%, af því að mér fannst sjálfum, að það væri ekki viðkunnanlegt að koma aftur með 3%. En þegar skrifstofustjóri Alþ. segir mér, að það hafi alltaf verið svona og það hafi hvað eftir annað komið fyrir í Alþ., að svona till. hafi komið upp, alveg nákvæmlega sama eðlis og þessi, þá sá ég ekki ástæðu til að hafa það 3.5, heldur tók bara 3. Þess vegna er hér ekki neitt nýtt á ferðinni, og ef hv. þm. Vestm. er eitthvað að bila minni, þá hefur það a.m.k. komið tvisvar sinnum fyrir, meðan við höfum setið saman á þingi, að svona till. hafa komið upp aftur og verið teknar gildar og álitnar réttar, þannig að það er ekki neitt nýtt hér á ferðinni, heldur er það þingvenja, sem tiltölulega sjaldan er notuð, en hefur verið notuð þó. En ég skal gjarnan gera það forseta til geðs að taka upp till. eins og hún var upprunalega hjá mér með 3.5 í staðinn fyrir 3. Ef honum er það kærara, þá skal ég gjarnan gera það.