14.12.1957
Efri deild: 39. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í B-deild Alþingistíðinda. (154)

35. mál, útsvör

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Mig satt að segja undrar þessi skýring hæstv. forseta. Hann segir, að það sé ekki beinlínis búið að fella þessa till. hér í deildinni. Hver er munurinn á því að samþ. till., sem vísar einni till. frá, eða fella hana? Ég sé ekki nokkurn mun á þessu, og ég mótmæli þessu algerlega, tel þetta gersamlega ranga skýringu á þingsköpum, sem forseti hefur, ef hann heldur fast við þetta. Það er enginn munur á að fella till. eða koma með aðra, sem vísar hinni frá.