28.04.1958
Efri deild: 85. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í C-deild Alþingistíðinda. (1684)

49. mál, veitingasala, gististaðahald o. fl.

Frsm. meiri hl. (Björgvin Jónsson) :

Herra forseti. Þar sem greinilega kom fram hér í hv. d. við 2. umr. um þetta mál, að nokkuð mikill ágreiningur var um ýmis atriði því viðkomandi, þá hélt samgmn. tvo fundi milli 2. og 3. umr. Á fyrri fundinn voru kvaddir menn frá samtökum veitingahúsaeigenda og samtökum matreiðslu- og framreiðslumanna. Seinni fundinn sat með okkur Brynjólfur Ingólfsson, formaður n. þeirrar, sem á sínum tíma útbjó þessa löggjöf. Árangurinn af þessum fundum var sá, að samgmn. leggur óskipt til, að þær þrjár brtt., er eru á þskj. 446, verði samþ. En þeir Sigurður Bjarnason, hv. þm, N-Ísf., og Jón Kjartansson, hv. þm. V-Sk., áskilja sér rétt til að bera fram eða fylgja öðrum brtt., er fram kynnu að koma.