04.11.1957
Efri deild: 16. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í C-deild Alþingistíðinda. (1706)

19. mál, tollskrá o. fl.

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Ég get ekki skilið, hvað liggur á að afgreiða þetta í dag, þar sem vitað er, að Sjálfstfl. allur er fjarverandi. Það er tilviljun, að ég er hér staddur, ég fer út núna með leyfi hæstv. forseta til þess að vera við jarðarför. Ég get ekki ímyndað mér, að það sé neitt til baga, þó að málið frestist til morguns, þegar þannig stendur á.