04.11.1957
Efri deild: 16. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í C-deild Alþingistíðinda. (1707)

19. mál, tollskrá o. fl.

Forseti (BSt) :

Þegar þetta mál var til 1. umr., var lögð áherzla á það af aðalflm, málsins og sömuleiðis hæstv. fjmrh., að málinu yrði hraðað, og sú n., sem fékk það til meðferðar, skilaði nál. strax daginn eftir, að því var til hennar vísað. Þetta er í þriðja sinn, sem málið er hér á dagskrá til atkvgr., og er því auðvitað mjög erfitt að verða við þessum tilmælum. En ég tel það nú samt rétt, þar sem, eins og hv. þm. sagði, það má heita, að allur Sjálfstfl. sé fjarverandi, eins og tilkynnt hefur verið í Sþ., að verða við þeim tilmælum í þetta sinn, en þannig getur það ekki gengið öllu lengur.