04.11.1957
Efri deild: 16. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í C-deild Alþingistíðinda. (1708)

19. mál, tollskrá o. fl.

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Þegar þetta mál átti að koma til atkvæða síðast, var beðið um frestun á því. Við henni varð herra forseti með þeim orðum, að því yrði frestað í þetta sinn, en það yrði þá gengið til atkvæða um það á mánudag, þá yrði það á dagskrá og þá yrði gengið til atkvæða um það. Mér þykir mjög leiðinlegt, ef hann stendur ekki við sín orð, og sé enga ástæðu til þess að geta látið flutningsmenn málsins leika sér að því að reyna að tefja, að borinn komist í vinnu, með því að segja, að það hafi staðið á afgreiðslu þessa máls á Alþingi.