22.04.1958
Neðri deild: 82. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í C-deild Alþingistíðinda. (1725)

120. mál, dýralæknar

Gunnar Jóhannsson:

Herra forseti. Í sambandi við nál. á þskj. 418 er þess getið, að ég hafi sérstöðu í málinu. — Eins og þeim málum, sem hér um ræðir, er nú háttað, hefur ekki tekizt að fá fulllærða dýralækna í öll þau dýralæknishéruð, sem ákveðin eru lögum samkvæmt. Á meðan ástandið er þannig, sé ég ekki neina sérstaka ástæðu til þess að fjölga dýralæknishéruðunum, enda tel ég ekki miklar líkur fyrir því, að í jafnfámennt hérað og Austur-Skaftafellssýsla er fáist á næstunni dýralæknir.

Af ofangreindum ástæðum get ég ekki mælt með frv. og mæli því gegn því.