17.12.1957
Neðri deild: 42. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í B-deild Alþingistíðinda. (177)

92. mál, happdrætti Flugfélags Íslands

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir meðmæli, sem fram hafa komið með þessu frv., og sé ekkert því til fyrirstöðu og mun greiða fyrir því af minni hálfu og við, okkar flokksmenn, að málið nái fram að ganga í dag. En að gefnu tilefni vildi ég spyrja hæstv. forseta, þar sem hæstv. fjmrh, lét það á vald forseta d., hvort málið yrði sett til n., hvort búið sé að breyta l. í þeim efnum, að hæstv. fjmrh. hafi á því nokkurt sérstakt vald umfram hvern einstakan þm. Orðalag hans varð ekki skilið á annan veg. Vonast ég til þess, að hæstv. forseti gefi d. leiðbeiningar um þetta. (Forseti: Það er ekki á valdi forseta, hvort mál er sett í n. eða ekki. Það er á valdi d.) En er það á valdi fjmrh.? (Forseti: Nei, en hann hefur sínar uppástungur að gera.)