18.03.1958
Efri deild: 69. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í C-deild Alþingistíðinda. (1786)

13. mál, landhelgisbrot

Páll Zóphóníasson:

Ég vil bara benda hv. þm. Seyðf. á það, að það eru ekki mín orð, það voru orð skipstjóranna sjálfra, það eru þeir sjálfir, sem segja: Þegar dimmviðri er, er oft ekki annað við að styðjast en dýpi, sem hvergi er nóg til að ákveða stað skipsins með þeirri nákvæmni, sem þarf til þess gagnvart landhelgislinunni, og því getur komið fyrir, þegar ekki er við annað að styðjast, og eru dæm fyrir því, að menn hafi verið teknir og dæmdir fyrir brot, sem þeir ekki frömdu af ásetningi.

Það er einstaka dæmi fyrir því, segja skipstjórarnir sjálfir, að þeir hafi verið dæmdir fyrir brot, sem þeir ekki frömdu af ásetningi. (Gripið fram í.) Það veit ég ekki, það eru undantekningardæmi, sem eru til fyrir því. Þetta hafa þeir sjálfir skrifað, en ekki ég.