25.04.1958
Neðri deild: 83. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í C-deild Alþingistíðinda. (1806)

153. mál, eftirlit til varnar ofeyðslu hjá ríkinu

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég þakka nú hv. frsm. fyrir það að gefa skýringu á því frá sínu sjónarmiði, hvað það er, sem hann finnur helzt athugavert við þetta frv. Hins vegar verð ég nú að segja, að með þeim skýringum, sem hv, frsm. gaf, er ákaflega lítið sagt og í því engin rök um það, að það sé nauðsynlegt af þeim sökum að fresta þessu máli, því að til eru þær leiðir að breyta því að þessu leyti, sem áfátt þykir.

Í fyrsta lagi vil ég þá geta um það, að þó að hv. fjhn. hefði fundizt það, að núv. yfirskoðunarmenn væru kannske ekki manna heppilegastir til að hafa þetta eftirlit með höndum, — það getur vel verið eðlilegt, — þá er þess að geta, að yfirskoðunarmenn eru starfsmenn, sem eru kosnir á hverju ári, og flokkarnir hafa það í hendi sinni að skipta um menn, hvenær sem þeim sýnist. Þar að auki er þess að geta, eins og kunnugt er, að við, sem nú erum yfirskoðunarmenn ríkisreikninga frá hálfu Alþingis, erum nú allir orðnir nokkuð aldraðir menn og ekki ólíklegt, að það sé stuttur okkar starfstími hér eftir á þessu sviði. Að hinu leytinu er svo það, að ég hef lýst því yfir margsinnis, að það er ekkert aðalatriði frá mínu sjónarmiði, hvort það væru yfirskoðunarmenn ríkisreikninga, sem hefðu þetta starf með höndum, ellegar það væru aðrir menn, sem Alþingi kysi, og það væri þá sérstök nefnd, sem væri ætlað það hlutverk. Það er alyeg opið atriði frá mínu sjónarmiði, og hv. n. vissi það, að ef hún hefði viljað flytja brtt., sem minni hl. n. flytur nú brtt. um, í rauninni við annað frv., þá er það algerlega opið, því að það getur alltaf verið um það deila og ekkert óeðlilegt við það, þó að hv. nm. hefðu hugsað sem svo, eins og kom fram í ræðu frsm., að hað gætu verið aðrir menn, sem hefðu víðtækari þekkingu á þessum hlutum en núv. yfirskoðunarmenn, því að hað er ekki neitt bundið við þeirra persónur. Það eru starfsmenn, sem koma og fara og eru kosnir á hverju ári hér á Alþingi. Þess vegna, þó að þessi skýring komi fram frá hv. frsm., gefur hún ekkert tilefni til bess að fresta málinu af þeim sökum, hví að það er alveg opið fyrir hv. n. að flytja brtt. að því er þetta atriði snertir og færa það í það horf, að hað væru aðrir menn, sem væru kosnir af Alþingi til þessa starfs. En það legg ég áherzlu á, að það eigi að vera menn, skilyrðislaust, sem Alþingi kýs og enginn annar.