02.05.1958
Neðri deild: 86. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í C-deild Alþingistíðinda. (1831)

157. mál, kostnaður við skóla

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Hv. þm. A-Sk. er raunar frsm. í þessu máli, en að honum fjarstöddum get ég — (Forseti: Þá fresta ég bara málinu, ég tók ekki eftir því.) Ég veit ekki, hvort það er ástæða til að fresta því, þar eð nm. voru einhuga um að mæla með samþykkt frv. og gera engar aths. við það, svo að það er ekki ástæða til þess, nema einhverjir aðrir óski þess. (Forseti: Ég bið afsökunar. Mér yfirsást, að hv. þm. A-Sk. er frsm. þessa máls. Það er sjaldan sem hann vantar hér, og ég tel rétt að fresta málinu.)