29.10.1957
Efri deild: 11. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í C-deild Alþingistíðinda. (1866)

6. mál, eignarskattsviðauki

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Eins og menn sjá á nál. á þskj. 32, var svo til ætlazt, að hv. 4. þm. Reykv. yrði frsm. n. í þessu máli. En hann er ekki staddur hér og hefur ekki boðað forföll, svo að ég veit ekki, hvort hann er veikur eða hvernig á því stendur. Fjhn. hefur athugað þetta frv., og eins og sést á nál., sem ég vitnaði til, lögðu viðstaddir nm. fjórir til, að frv. yrði samþ., en einn nm., hv. þm. Vestm., var fjarstaddur, og var þá ekki Sjálfstfl. búinn að tilnefna mann í hans stað, þegar frv. var afgr. í n.

Frv. inniheldur það eitt, að framlengd verði fyrir árið 1958 ákvæði um innheimtu eignarskatts með 50% álagi, eins og tíðkazt hefur undanfarin ár. Vitanlega er ekki ástæða til nú að draga úr tekjum ríkissjóðs á þann hátt að fella niður, og var því n. sammála um að mæla með frv.