07.05.1958
Sameinað þing: 43. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 80 í D-deild Alþingistíðinda. (2395)

89. mál, glímukennsla í skólum

Bernharð Stefánsson:

Mér finnst fremur þýðingarlítið að samþykkja þessa till. Bæði er ákvæði um þetta í lögum, og ég held, að það breyti litlu, þó að till. verði samþykkt, og þó einkum, eins og ég hef áður bent á í fyrri umr. um þetta mál, að ég sé ekki, hverjir eiga að kenna glímuna víða hvar. Ég greiði því ekki atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till. samþ. með 18 atkv., að viðhöfðu nafnakalli og sögðu

já: FÞ, GíslG, HÁ, ÁS, JK, KJJ, PÞ, PO, PP, SÓÓ, SE, AG, ÁÞ, ÁB, BG, BÓ, EggÞ, EmJ.

EystJ, IngJ, KGuðj, MJ, ÓB, PZ, SkG, SvbH, BSt, BBen greiddu ekki atkv.

24 þm. (FRV, FS, GÍG, GJóh, GTh, GÞG, HS, HV, HermJ, JJós, JPálm, JS, KK, LJós, ÓTh, RH, SÁ, SB, StgrSt, ÁkJ, BjörgJ, BjörnJ, EOI, EirÞ) fjarstaddir.