12.11.1957
Neðri deild: 20. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (24)

3. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Frv. þetta er stjfrv. Með því er lagt til, að framlengd verði fyrir næsta ár ákvæði þau, er nú gilda um söluskatt.

N. hefur athugað frv. og borið það saman við lög nr. 96 frá 1956 um sama efni, og er frv. nákvæmlega samhljóða þeim lögum, en þau gilda fyrir árið, sem nú er að líða, N. leggur til, að frv. verði samþ., en gerð á því leiðrétting, eins og segir í nál., því að við prentun hefur fallið niður eitt orð úr fyrirsögn frv.

Eins og fram kemur í nál., voru tveir af nm. fjarstaddir, þegar málið var afgreitt frá nefndinni.