23.10.1957
Sameinað þing: 5. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í D-deild Alþingistíðinda. (2546)

17. mál, eftirgjöf lána

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég ætlaði að spyrja, hvort ef til vill hefðu verið gefin út í sumar brbl. um breytingu á þingsköpum, sem ekki hefðu verið birt fyrir öllum almenningi enn, þannig að nú væri það orðið heimílt og látið óátalið af forseta, að þingmaður beri öðrum á brýn, að hann segi eitthvað beinlínis gegn betri vitund. Ég hefði haldið, að hingað til hefði slíkt orðbragð verið talið algerlega óþinglegt. Með nýjum herrum koma nýir siðir.