23.10.1957
Sameinað þing: 5. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 171 í D-deild Alþingistíðinda. (2552)

17. mál, eftirgjöf lána

Forseti (EmJ):

Ég skal út af þessu aðeins segja það, að ég vil ekkert vera að munnhöggvast við hv. 1. þm, Reykv, um það, hvort ég kunni þingsköp eða ekki. Hann hefur borið mér það á brýn, að ég kynni þau alls ekki, og hann um það. Það skal vera óvítt af mér. Það getur vel verið, að ég viti þar ekki eins vel og ég á að vita, og ég skal ekki vera neinn dómari í minni eigin sök. En hitt fullyrði ég, að ég hef heyrt hv. 1. þm. Reykv. hafa þau ummæli hér á þingi, sem ég vil meta til jafns við þau ummæli, sem féllu hér áðan. Og ef ein ummælin eiga að vítast, þá skulu önnur einnig vera vítt. Ég vil ekki taka hér upp þau ummæli, sem ég hef hlustað á hv. 1. þm. Reykv. hafa hér um menn, sem ég þó man vel og kannske væri ástæða til að vita. En ef það á að gilda um einn, þá verður það að gilda um alla, og hingað til hefur ekki svipað orðbragð og hér var viðhaft áðan verið vítt. En ég endurtek það, sem ég sagði, að ef þess er óskað, að strangari háttur verði hafður á um þetta, þá er ég fús til þess að taka hann upp og þá vitanlega jafnt fyrir alla.