17.12.1957
Neðri deild: 42. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 160 í B-deild Alþingistíðinda. (258)

73. mál, kosningar til Alþingis

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég hef hlustað á þær aðfinnslur, sem hafa komið fram um þetta frv., og af öllu því, sem fram hefur komið, finnst mér eitt eiga rétt á sér, og það er, að nokkuð væri óljóst og gæti valdið vandkvæðum, að í 6. gr. er tekið svo til orða: „aðliggjandi götur og næstu hús.“ Ég vil því stinga upp á, að sú breyting verði gerð á frv., að þetta verði orðað eins og gert er í núgildandi kosningalögum, sem sé „næsta nágrenni“, og vil afhenda hæstv. forseta brtt. skriflega, sem er við 6. gr. og þannig, að í stað orðanna „á næstu húsum og í aðliggjandi götum“ komi: í næsta nágrenni. — Ég get ekki séð, að þetta orðalag, sem gert er ráð fyrir í frv., sé til bóta, eins og bent hefur verið á.