13.11.1957
Sameinað þing: 13. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í D-deild Alþingistíðinda. (2617)

33. mál, afnám áfengisveitinga á kostnað ríkis

Forseti (GJóh):

Umræðunni er frestað, en í sambandi við ummæli hv. þm. Borgf. um, að ég hefði átt að vita 1. þm. Eyf. vegna þess, að hann hafi farið út fyrir efni og anda þess máls, sem hér var á dagskrá, vil ég aðeins benda hv. alþingismönnum á, að það er alltaf og hlýtur alltaf að vera matsatriði forseta, hvenær víta skuli alþm., ef þeir halda sig ekki beint við málið. (Gripið fram í.) Ég tel, að hv. 1. þm. Eyf. hafi ekki á alvarlegan hátt farið út fyrir efni till., og sá því ekki ástæðu til að víta hv. alþm. fyrir óþinglegan málflutning, enda, eins og ég hef þegar tekið fram, hlýtur það alltaf að vera matsatriði forsetanna í hvert skipti. (BSt: Má ég bera af mér sakir?) Nei, umr. er frestað.