16.04.1958
Sameinað þing: 39. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í D-deild Alþingistíðinda. (2839)

123. mál, réttindi vélstjóra á fiskiskipum

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Hinn 26. febr. var hér vísað til allshn. máli, sem ég flutti, þ.e. till. til þál. um endurskoðun gildandi lagaákvæða um réttindi vélstjóra á fiski- skipum. Með því að flytja þessa till. til þál. var ég að leitast við að uppfylla óskir vélbáta víðs vegar um land og þó sérstaklega í Vest- mannaeyjum og lét prenta með málinu bréf, sem þetta félag hafði á sínum tíma sent hæstv. sjútvmrh. varðandi breytingar á þessum réttindum, eins og lög mæla nú fyrir.

Þetta mál fór sem sagt þann 26. febr. til allshn., og ég hef ekki séð þess merki, að nefndin hafi neitt látið frá sér heyra um þetta mjög svo mikilsverða mál, sem allir vita að er þýðingarmikið fyrir þá stétt manna, sem vélgæzlu stundar.

Þar sem svo langur tími er liðinn síðan málið fór í nefnd og frá nefndinni hefur ekkert heyrzt, vildi ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann benti form. allshn. eða þeim, sem þar ráða, á þennan óhæfilega drátt, sem orðinn er á því í allshn. að sinna málefnum þess- arar stéttar manna, sem vitaskuld er nú önnum kafin við að afla landinu verðmæta, en þar sem þingið að öðru leyti hefur setið mjög langan tíma yfir litlu efni að öðru leyti, þá fer illa á því, að allshn. sitji svona á réttinda- málefni manna.