18.12.1957
Efri deild: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (284)

73. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (BSt):

Mér hafa borizt tvær skriflegar brtt. Þær eru nú að vísu prentaðar, en verður að telja skriflegar, frá hv. þm. V-Sk., Jóni Kjartanssyni. Sú fyrri hljóðar svo:

„Aftan við 2. gr. bætist ný mgr., svo hljóðandi:

Aftan við 76. Gr. l. komi ný mgr., þannig: Þegar kosningar fara fram að vetri til, skulu kjördagar vera tveir.“

Sú síðari er svo:

„Til vara: Ef yfirkjörstjórn í kaupstöðum telur, að óveður hafi verulega hindrað kjörsókn, getur hún, áður en kjörfundi er slitið, ákveðið, að kjördagar skuli vera tveir. Sama rétt hafa undirkjörstjórnir í einstökum kjördeildum utan kaupstaða til að ákveða, að kjördagar skuli vera tveir.“

Ég fæ ekki almennilega skilið, hvers vegna þetta er varatill. Það mætti lögleiða það, sem í varatill. stendur, þó að hin væri samþ. Jæja, það er varatill.

Þessar till. eru of seint fram komnar og verða auk þess að teljast skriflegar og þurfa því tvöföld afbrigði til að mega komast að.