10.10.1957
Sameinað þing: 1. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (2966)

Kosning forseta

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég sé ekki, að það skipti máli, hvort forseti er kosinn í dag eða á morgun, ef það er þannig, að það skiptir engu máli fyrir neinn þingmann. Það er alveg rétt, að það var sagt, að sennilega yrði það ekki fyrr en á morgun, og ef það er atriði, sem skiptir máli fyrir stjórnarandstöðuna, að því sé frestað, þá er sjálfsagt að gera það. En ef það skiptir ekki máli fyrir neinn, þá sé ég ekki annað, en það sé eins hægt að ljúka því núna.