10.10.1957
Neðri deild: 1. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í B-deild Alþingistíðinda. (2981)

Sætaskipun

Sætaskipun. Forseti (EOl):

Þá ber að hluta um sæti í deildinni, svo fremi sem þingflokkar hafa ekki komið sér saman um að skipa sætum eftir flokkum. Um það hafa engar tilkynningar borizt. (Gripið fram í: Á ekki bara að sitja eins og er? Með afbrigðum? Samþykkja það eins og í efri deild?) Það var nú forðum í efri deild, en ég held þeir séu meira að segja hættir því þar. Er uppástunga um það? (Gripið fram í: Já, það er uppástunga um það.) Vilja menn ræða hana, uppástungu um, að menn sitji eins og þeir hafa setið? — Ef menn ekki vilja ræða þessa till., þá verður það borið undir atkv. Annars er það nú svo, að það ber að hluta um sæti, nema menn komi sér saman um, þannig að ef einhverjir eru á móti, þá er það mjög erfitt. Það þarf afbrigði, ef á að sitja eins og verið hefur og bregða út af þeim þingsköpum, að hluta skuli, þannig að það þarf 3/4 hluta atkvæða til þess að samþykkja það. Tillaga er um að veita afbrigði til þess, að ekki verði hlutað um þingsæti, þannig að menn sitji eins og þeir hafa setið.