23.10.1957
Sameinað þing: 5. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1922 í B-deild Alþingistíðinda. (3044)

Minnst byltingartilraunar í Ungverjalandi

Ólafur Thors:

Herra forseti. í dag er eitt ár liðið, frá því að Ungverjar undir forustu stúdenta og verkamanna risu upp gegn einræði og erlendri ánauð og kröfðust frelsis. Engum efa er bundið, að ef Ungverjar hefðu verið látnir einir um mál sín, þá hefði þjóðin öðlazt vestrænt frelsi. Hitt er kunnara, en frá þurfi að segja, að á frumstigi byltingarinnar var þessi hetjuþjóð brotin á bak aftur af ofurefli erlends hervalds, sem síðan hefur fótum troðið frelsi hennar og hagnýtt til hægðarauka nokkra ungverska kvislinga.

Hetjudáðir Ungverja munu lifa um aldaraðir. Barátta þeirra og blóðfórnir munu fyrr eða síðar, færa þeim frelsið.

Ég leyfi mér að biðja hv. alþingismenn að votta þessari hugumstóru hetjuþjóð djúpa virðingu og hjartanlega samúð með því að rísa úr sætum, — [Þingmenn risu úr sætum.]