12.03.1958
Sameinað þing: 33. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1960 í B-deild Alþingistíðinda. (3134)

Raforkuráð

Forseti (EmJ) :

Ég vil aðeins í tilefni af þessum orðum hv. 1. þm. Rang. taka fram, að kosning raforkuráðs hefur verið sett á dagskrá í Sþ. nokkrum sinnum, en verið tekin út af dagskrá samkv. sérstakri ósk. Ég hef orðið við þeim tilmælum, eins og venja er að gera, ef menn eru ekki viðbúnir að ganga til kosninga, og eru mörg dæmi um það. Hins vegar skal ég lofa hv. þm, því, að ég skal ganga eftir því, að menn verði viðbúnir, að kosningarnar fari fram, og taka þær á dagskrá mjög fljótlega.