18.12.1957
Neðri deild: 46. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1962 í B-deild Alþingistíðinda. (3144)

Þingfrestun og setning þings

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. forseta fyrir hlýjar óskir í garð þm. Ég vil þakka hæstv. forseta fyrir ánægjulegt samstarf á þessum hluta þingsins, einkanlega það, hversu mikla lipurð og sanngirni hann hefur sýnt í forsetastörfum nú, eftir að meira fór að verða að gera á fundum d. Ég vil óska honum alls góðs nú og síðar. Ég vil óska þess, að hann megi í friði og ánægju dveljast á heimili sínu með sinni fjölskyldu um jólin og hans fjölskylda og fólk megi blessast um þessi jól, svo og óska ég þeim farsæls nýárs. Ég vil biðja hv. dm. um að taka undir árnaðaróskir mínar til hæstv. forseta og hans fjölskyldu. — [Dm. risu úr sætum.]