18.12.1957
Efri deild: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í B-deild Alþingistíðinda. (331)

67. mál, fasteignamat

Páll Zóphóníasson:

Þegar lögin frá 2. maí 1955, um fasteignamat, voru samþykkt, var 10. gr. tekin inn eftir ósk sjálfstæðismanna, en þeir settu samþykkt hennar sem skilyrði þess, að þeir fylgdu lagafrv. Í áframhaldi af 10. gr. er svo þetta lagafrv. núna, en með því á að reyna að fullnægja þeim kröfum, sem þá voru settar fram af sjálfstæðismönnum. Ég vil standa við það, sem þá var lofað, láta 10. gr. koma til framkvæmda, og það gerir hún í þessu nýja lagafrv., eftir því sem hægt er, og segi þess vegna já.