16.10.1957
Sameinað þing: 3. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í B-deild Alþingistíðinda. (336)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1958

Forseti (EmJ):

Eins og kunnugt er, ber skylda til samkv. þingsköpum að útvarpa þessari umræðu. Fer útvarpsumræðan þannig fram, að fyrst talar hæstv. fjmrh. og hefur ótakmarkaðan ræðutíma. Á eftir honum tala fulltrúar flokkanna í þessari röð: fyrst frá Alþb., síðan frá Alþfl. og loks frá Sjálfstfl. og hafa hálftíma hver til umráða. Þá talar að lokum hæstv. fjmrh. stundarfjórðung.