15.10.1957
Efri deild: 3. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

4. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Þetta frv. er samhljóða lögum nr. 93 frá 27. des. 1956, um heimild fyrir ríkisstj, til þess að innheimta ýmis gjöld 1957 með viðauka. Efni frv. er það, að heimilt sé að innheimta þessi sömu gjöld með viðauka árið 1958.

Ég sé ekki ástæðu til þess að rekja efni frv. nánar, en gert er með því að vísa til gildandi laga og legg til, að málinu verði vísað til hv. fjhn. deildarinnar að lokinni þessari umræðu.