09.12.1957
Neðri deild: 35. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (45)

4. mál, gjaldaviðauki

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Með frv. þessu er lagt til, að framlengd verði fyrir árið 1958, lög um heimild fyrir ríkisstj. til að innheimta ýmis gjöld með viðauka. Fjhn. hefur athugað þetta frv. og borið það saman við lögin, sem nú gilda fyrir árið 1957. Er frv. alveg samhljóða þeim lögum, og mælir n. einróma með því, að það verði samþykkt.