12.12.1957
Neðri deild: 38. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 603 í B-deild Alþingistíðinda. (470)

7. mál, útflutningssjóður o. fl.

Forseti (HÁ):

Það er sjálfsagt að verða við þeirri beiðni, að það sé athugað, hvort ráðherrar eru í húsinu. Lengra mun ég ekki ganga að sinni, enda má hver fyrrv. ráðherra muna þá tíma, að þeir hafa ekki einlægt getað verið við til að svara fyrir þau mál, sem til umræðu hafa verið.

Mér er tjáð, að hæstv. sjútvmrh. sé á fundi með útvegsmönnum, — ekki hér í húsinu, — en það þýðir það, að hann er upptekinn, og þess þá ekki að vænta, skilst mér, að hann geti mætt hér um sinn. (Gripið fram í.) Það er ætlunin að halda áfram umræðum.