06.02.1958
Neðri deild: 47. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í B-deild Alþingistíðinda. (492)

99. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1958

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Það var aðeins örlítið út af því, sem hæstv. forsrh. sagði hér áðan. Það er í samræmi við það, sem hv. þm. V-Húnv. (SkG) sagði, að það er látið að því liggja, að ég hafi verið kominn heim og að ég hafi ekkert vitað um málið, fyrr en ég kom hingað aftur og það var afgreitt í skyndi, eins og hæstv. forsrh. sagði. (Gripið fram í.) Vegna þess, sem hv. þm. V-HÚnv. sagði áðan, og ætla má, að þessir hv. flokksbræður eigi nokkuð við það sama, þá hef ég fulla ástæðu til að ætla, að hæstv. forsrh. hafi átt við mig, og ekki síður fyrir það, þótt hann segði, að þessi hv. þm. fylgdist betur með málum en margur annar.

Ég tek það mér til tekna, að hæstv. forsrh. hefur þetta álit á mér, og ég hef ekki ástæðu til þess að ætla, að hæstv. ráðh. sé ekki sammála hv. þm. V-HÚnv., flokksbróður sínum, en hann nefndi mitt nafn í þessu sambandi.

Það er ekki meira en þetta, sem ég þarf að segja, en ég get, vegna þess að ég vissi dálítið um þetta mál, upplýst, að það, sem hv. 5. þm. Reykv. (JóhH) sagði hér áðan, er rétt. Það sama frv., sem verið var að ræða um, var af hæstv. þáverandi atvmrh. lagt fyrir fjhn. í nóvembermánuði og rætt við hana um, og það frv., sem lagt var fyrir hv. Alþ. 20. des. til staðfestingar.

Og svo að lokum þetta: Hæstv. forsrh., ef hann ekki veit það, þá fer ég oft heim, og ég hélt, að það væri ekkert sögulegt við það. Ég fer heim í kvöld, og ég kem í bæinn á morgun. Þetta hefur vel getað átt sér stað 20. des. 1946, ég man það ekki, en að það væri til umræðu á Alþ., á því átti ég ekki von.