04.03.1958
Efri deild: 60. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í B-deild Alþingistíðinda. (551)

100. mál, skattur á stóreignir

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Ég ætla, að það hafi verið viðurkennt af hæstv. forseta í gær og sé ekkert óeðlilegt, að þingmenn séu ekki neyddir til að tala við tóma ráðherrastólana, þegar þeir óska eftir að beina fyrirspurnum til þess ráðherra, sem hlut á að máli hverju sinni. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara hér að halda frekar ræðu yfir tómum ráðherrastól heldur en í gær og sé þá ekki annað ráð vænna en að biðja hæstv. forseta að hafa biðlund, þangað til hæstv. ráðh. þóknast að sýna d. þann sóma að láta sjá sig.