27.03.1958
Efri deild: 74. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í B-deild Alþingistíðinda. (599)

100. mál, skattur á stóreignir

Forseti (BSt):

Því, sem hv. þm. Vestm. beindi til fjhn. um, hvort henni sýndist ekki rétt, að málinu væri frestað til að athuga till., vísa ég til hv. frsm. nefndarinnar. En ég fyrir mitt leyti segi það, að mér finnst svo litill munur á þessum till. og þeim, sem fyrir lágu við 2. umr., að ég sem forseti sé ekki ástæðu til að fresta fundi og taka málið út af dagskrá, nema þess sé sérstaklega óskað af frsm. Málið liggur alveg ljóst fyrir.