27.03.1958
Efri deild: 74. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 704 í B-deild Alþingistíðinda. (600)

100. mál, skattur á stóreignir

Frsm. (Eggert Þorsteinsson):

Herra forseti. Í sambandi við það, að hæstv. forseti vísaði til orða minna um fyrri brtt. hv. flm. þessara brtt., vildi ég aðeins taka það fram, að ég tel, að það mundi hafa komið fram í umr. um þær brtt. á sínum tíma í n., þ.e.a.s. hinar fyrri till. þeirra, ef beinn vilji hefði verið fyrir því að ganga til móts við þær að einhverju leyti. Nú eru þær brtt., sem hæstv. forseti hefur lýst, svo mjög í sama anda og þær hinar fyrri, að ég tel, að eftir viðtal mitt við hv. 8. landsk. og yfirlýsingu forseta sé ekki á þessu stigi málsins þörf á frekar, að nefndin komi saman til umræðna um þessar brtt., svo mjög sem þær eru sama efnis og þær, sem meiri hl. n. gat ekki fallizt á við 2. umr. málsins.