24.02.1958
Efri deild: 55. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (624)

97. mál, réttur verkafólks

Forseti (BSt):

Áður en ég slít alveg umr., vildi ég beina einu atriði til hv. n., og leyfi ég mér að gera það frá þessum stað, af því að það er eingöngu formlegs eðlis, en ekki efnislegt. Hér er brtt. frá hv. nefnd um nýja fyrirsögn á frv. Mér virðist fyrirsögnin, eins og hún er á frv. nú, vera leiðinlega orðmörg. Till. n. er sú að fjölga þarna orðum, og vildi ég beina því til hv. n., hvort hún vildi ekki athuga það fyrir 3. umr. að finna þarna heppilegra heiti á frv. en hún nú leggur til. Ég aðeins bendi á dagskrána sjálfa, þar sem nafn þessa máls stendur með miklu færri orðum, en er í frv. og tillögunni.