10.03.1958
Efri deild: 64. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (646)

148. mál, ríkisreikningar

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil aðeins taka það fram, að hv. þm. ætti ekki að þurfa að sækja neitt til mín í þessu, því að reikningurinn liggur fyrir, og finnst mér satt að segja, að það hefði verið lágmark, áður en hann fór að ræða þetta mál hér á þinginu, að hann hefði lesið reikninginn og kynnt sér þá sjálfur, hvað umframgreiðslurnar hefðu verið, í staðinn fyrir að láta einhvern segja sér eitthvað um þetta. Þessar tölur, sem hv. þm. Vestm. nefndi, eru svo gersamlega framandi mínum eyrum, að ég skil ekki, hvernig þær geta verið til komnar. Það, sem ég nefndi hér áðan, var rekstrarreikningurinn, en þó að eignabreytingar séu teknar til greina, þá skil ég ekki, hvernig þessar tölur hafa getað komið upp. En það er sjálfsagt, að þeir athugi þetta í n., sem þar eiga sæti, ef þeim sýnist. En annars á þetta að vera opið fyrir öllum þm.