18.04.1958
Neðri deild: 80. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í B-deild Alþingistíðinda. (685)

125. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, hefur verið til meðferðar í hv. Ed. og er endursent þaðan til einnar umr. Breytingarnar, sem hv. Ed. hefur gert á frv., eru við 1. gr. og 7. gr. Breytingin á 1. gr. er lítils háttar og ekki efnisbreyting, aðeins breyting á orðalagi, en breytingin við 7. gr. er í því fólgin, að gert er ráð fyrir, að lögin taki gildi 1. maí 1958 í stað þess, sem áður var gert ráð fyrir í frv., að þau tækju gildi 15. apríl, en sá dagur er nú liðinn.

Sjútvn. hefur ekki tekið málið til meðferðar, síðan það kom aftur til d., en það virðist einsætt að samþykkja frv. eins og það er.